ChitoCare Beauty Open kvennamótið sem haldið var af Golfklúbbi Siglufjarðar fór fram á golfvelli Sigló Golf á laugardaginn, 7. ágúst í fallegu sumarveðri.

Ræst var út af öllum teigum og leiknar voru 18 holur.

Keppt var í tveimur flokkum í punktakeppni: Forgjöf 0 til 28.0, forgjöf 28,1 til 54.

Allir fengu veglega teiggjöf frá ChitoCare við mætingu og verðlaun voru fyrir fyrstu 3 sætin og nándarverðlaun á par 3 brautum.

Úrslit:

Flokkur Forgjöf 0 til 28.0

  1. Ólína Þ. Guðjónsdóttir frá GKS með 37 punkta
  2. Dagný Finnsdóttir frá GFB með 32 punkta
  3. Halldóra Andrésdóttir GSS með með 32 punkta

Flokkur Forgjöf 28,1 til 54

  1. Jóhanna Þorleifsdóttir frá GKS með 40 punkta
  2. Ríkey Sigurbjörnsdóttir frá GKS með 39 punkta
  3. Anna Hulda Júlíusdóttir frá GKS með 39 punkta