Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð, þar til annað verður ákveðið.
Ástæðan er Covid smit sem kom upp hjá starfsmanni laugarinnar. Unnið er að þrifum í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og er ráðleggingum rakningateymis almannavarna um viðbrögð og aðgerðir fylgt í hvívetna.
Viðkomandi starfsmaður er kominn í einangrun og þeir sem taldir voru útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví.
Staðan verður endurmetin þegar búið er að þrífa laugina en líklegt þykir að takmarka þurfi opnunartímann tímabundið þar sem smitið heggur ansi stórt skarð í starfsmannahópinn.
Mynd: Skagafjörður.is