TRÖLLI.IS ÆTLAR AÐ TILNEFNA MANN ÁRSINS 2020 Í FJALLABYGGÐ MEÐ HJÁLP LESENDA.

Þriðja árið í röð býður Trölli.is lesendum sínum að velja mann ársins. Kosningu lýkur á hádegi á gamlársdag.

Að þessu sinni er ætlunin að tilnefna einstakling sem hefur unnið gott verk í þágu samfélagsins, sem að sjálfsögðu getur verið af hvaða kyni sem er.

Þátttakan í fyrra var mjög góð og urðu björgunarsveitirnar í Fjallabyggð fyrir valinu, en núna verður einn einstaklingur í Fjallabyggð valinn.

Lesendum býðst að tilnefna einstakling sem hefur staðið sig einkar vel fyrir samfélagið í Fjallabyggð, gert góðverk eða framið gjörning sem kallar á að fá tilnefninguna maður ársins 2020 í Fjallabyggð. Þessi einstaklingur verður að búa og starfa í Fjallabyggð.

Tilkynnt verður hver verður fyrir valinu hér á vefnum Trölli.is á gamlársdag, en kosningu lýkur á hádegi þann dag.

Ykkur gefst kostur á að tilnefna mann ársins hér fyrir neðan.