Í annað sinn mættu söngvarar á vegum Ljóðaseturs Íslands við Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði, og sungu fyrir heimilisfólkið. Að þessu sinni 5 karlar, Þetta voru þeir félagarnir Þórarinn Hannesson, Rafn Erlendsson, Baldvin Júlíusson, Stefán Friðriksson og Sturlaugur Kristjánsson sem sungu og spiluðu.

Íbúar Skálarhlíðar kunnu vel að meta tónlistina og voru þeir félagar klappaðir upp í lokin.

Nú hafa verið sendar út beinar útsendingar á vegum Ljóðasetursins í 50 daga í röð og ætlunin er að staldra við og meta stöðuna.

Ætlunin er að vera aftur í loftinu síðar og svo verður tekið á móti gestum á Ljóðasetrinu í sumar.

Það á eftir að skoða í hvaða formi þær gestakomur verða, húsnæðið er ekki stórt og tveggja metra reglan skal áfram í hávegum höfð.

Meðfylgjandi er myndband sem Steingrímur Kristinsson tók þegar þeir félagar sungu og spiluðu í gær fyrir íbúa Skálarhlíðar.

Forsíðumynd: skjáskot út myndbandi