Á Sigló Hótel er veitingastaðurinn Sunna en nafnið er dregið af Sunnubragga sem stóð áður þar sem hótelið er í dag. Útsýni veitingastaðarins er beint yfir smábátahöfnina og löndunarbryggjuna þar sem gestir geta fylgst með sjómönnunum landa afla dagsins.

Lobbý bar Sigló Hótel er góður staður fyrir þá sem vilja kasta mæðinni eftir erilsaman dag. Hægt er að sitja úti og horfa yfir Síldarminjasafnið eða njóta arinelds inni við í koníaksstofunni.