Breska ferðaskrif­stof­an Super Break mun halda áfram áætl­un­ar­flugi til Ak­ur­eyr­ar næsta vet­ur og verður þetta þriðja árið í röð sem Super Break mun fljúga til Ak­ur­eyr­ar.

Í til­kynn­ingu Flug­klas­anum AIR 66N, sem vinn­ur að markaðssetn­ingu Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar, seg­ir að breyt­ing­ar verði gerðar á skipu­lag­inu, áætl­un­ar­flugið hefst í fe­brú­ar 2020, tölu­vert seinna en vet­ur­inn á und­an, og flogið verður fram í apríl.

Super Break hóf að bjóða ferðir til Ak­ur­eyr­ar vet­ur­inn 2017.

Chris Hagan, sem hefur yfirumsjón með verkefninu hjá Super Break, segir að 14 ferðir verði settar í sölu til að byrja með frá mikilvægustu héraðsflugvöllunum í Bretlandi. Vonir standa til þess að hægt verði að bæta fleiri ferðum við.

Sjá viðtal við Hagan: Hér

 

Mynd: Isavia