Alþjóðlegt fjallaskíðamót á Tröllaskaga 17.-18. maí 2019.

Sjötta árið í röð blæs Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg til leiks með glæsilegu fjallaskíðamóti sem fer fram 17.-18. maí 2019. Lengjum skíðavertíðina með þátttöku í þessu stórskemmtilega móti sem sniðið er að almennum skíðaiðkanda sem og keppnisfólki.

Skráning hér
Skráningargjald er 18.000 til og með 31. apríl 2019, eftir það hækkar skráningargjaldið í 22.000. Hámark 150 þátttakendur. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki á aldrinum 34 og yngri, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri.
Þeir sem skrá sig fyrir 31. mars 2019 fara í happdrættispott. Dregið er úr skráðum þátttakendum 1. mars 2019 og 31. mars 2019.

Aðrar upplýsingar
Að venju verður fjölbreytt dagskrá þar sem skíða- og útivistarfólk getur notið alls þess sem Siglufjörður hefur uppá að bjóða. Tröllaskagi býr að stórbrotinni náttúru, auk fegurð fjalla og fjarða uppá fjölmargra afþreyingarmöguleika.
Vegleg verðlaun í boði fyrir bestu tíma í kvenna- og karlaflokki, meðal annars þyrluskíðun, hótelgisting og skíðaútbúnaður.

Sendið fyrirspurnir á tölvupóstfangið: skidafelag.siglufjardar@gmail.com

Verndari mótsins er Tómas Guðbjartsson.