Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur þann 31. mars 2020 samþykkt tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Breytt stefna Svæðisskipulags Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku er árétting þeirrar stefnu, sem sett var fram í svæðisskipulaginu á sínum tíma en nokkuð ítarlegri. Breytingin á við Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3.

Málsmeðferð var í samræmi við 23., 24. og 25 greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni en minni háttar lagfæringar voru gerðar, sem ekki eiga við meginatriði hennar.

Gerð er grein fyrir athugasemdum og afgreiðslu þeirra í fundargerð svæðisskipulagsnefndar 31. mars 2020.
Hér má finna skipulagstillögunna sjálfa og umhverfisskýsluna. 

Eftirtalin sveitarfélög, sem aðilar eru að svæðisskipulaginu hafa samþykkt tillögu svæðisskipulagsnefndar:

Grýtubakkahreppur 6. apríl 2020.
Svalbarðsstrandarhreppur 16. apríl 2020.
Eyjafjarðarsveit 16. apríl 2020.
Dalvíkurbyggð 21. apríl 2020.
Akureyrarbær 21. apríl 2020.
Hörgársveit 30. apríl 2020.
Fjallabyggð 20. maí 2020.

F.h. svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 28. maí 2020
Þröstur Friðfinnsson, formaður