- 1 krukka tacosósa (225 g)
- 1 1/2 dl ostasósa (þessar í glerkrukkunum hjá mexíkóvörunum í búðunum)
- 1 dl maísbaunir
- 500-600 g nautahakk
- 1 pakki tacokrydd
- 2,5 dl sýrður rjómi
- 2,5 dl rifinn ostur, t.d. cheddar
- nokkrir kirsuberjatómatar
Setjið tacosósu í botn á eldföstu móti og setjið ostasósu yfir í litlum doppum (það getur verið erfitt að dreifa úr henni þannig að mér þykir best að nota litla skeið og setja ostasósuna sem víðast yfir tacosósuna). Setjið maísbaunir yfir. Steikið nautahakk á pönnu og kryddið með tacokryddi. Setjið nautahakkið yfir maísbaunirnar. Skerið kirsuberjatómata í bita og dreifið yfir. Hrærið að lokum saman sýrðum rjóma og rifnum osti og setjið yfir réttinn. Setjið í 200° heitan ofn í ca 15-20 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður og rétturinn heitur i gegn.
Berið fram með nachos, guacamole og góðu salati.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit