Á dögunum hlaut Húnaþing vestra styrk að upphæð kr. 10,5 milljónir til uppsetningar tæknismiðju í anda FabLab smiðja í Félagsheimilinu Hvammstanga. Er styrkurinn veitur af lið C1 á byggðaáætlun sem ber heitið sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða og hugsaður til tækjakaupa í smiðjuna.

Með uppsetningu tæknismiðju af þessum toga skapast aðstaða til nýsköpunar, viðgerða og þróunar fyrir íbúa. Verkefninu er þannig ætlað að hvetja nýsköpun í sveitarfélaginu og þar með auka fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins. 

Alls bárust 18 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 371 m.kr. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra um úthlutun.

SSNV er umsjónaraðli úthlutunarinnar af hálfu hins opinbera.

Nánar um lið C1 á byggðaáætlun.