Erindi íbúa var lagt fyrir 320. fund skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð útbúi matjurtagarða sem íbúar geti leigt yfir sumartímann.
Nefndin tók jákvætt í erindið.
Tæknideild er falið að vinna málið áfram og skila tillögum að útfærslum fyrir næsta fund nefndarinnar.