Á vefsíðu Fjallabyggðar ritar Elías Pétursson bæjarstjóri:
Ágætu íbúar, samkvæmt áætlun Fjallabyggðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Siglufirði frá og með miðvikudeginum 7. október 2020.
Afgreiðsla Ráðhússins verður áfram opin á hefðbundnum tíma alla virka daga frá kl. 09:30-15:00. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 464 9100 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.
Sú tímabundna ráðstöfun verður tekin upp að þeir sem þurfa af brýnni nauðsyn að hitta einhvern starfsmann Ráðhússins þurfa að panta tíma hjá móttöku í síma 464 9100 eða með því að senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann. Upplýsingar um netföng starfsmanna má finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.fjallabyggd.is.
Með þessu er leitast við að lágmarka umgang um húsið, bæði gesta og starfsfólks. Tilhögun þessi gildir þar til annað hefur verið ákveðið.
Íbúum er bent á að margvíslegar upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.fjallabyggd.is, og að einnig er hægt að sækja um ýmsa þjónustu í gegnum íbúagátt sem er að finna á síðunni.
Framangreindar ráðstafanir eru í þeim tilgangi að draga eftir mætti úr smithættu og tryggja sem best að starfsemi og þjónusta haldist órofin. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að fela í sér fyrir íbúa og aðra.
Við erum öll almannavarnir.
Elías Pétursson
Bæjarstjóri