Þegar Síldarævintýrið var og hét var oftast kjaftfullur bær af fólki, tjöld og húsbílar út um allan bæ og gist í flestum húsum. En nú er tíðin önnur, bæjarhátíð Siglufjarðar Síldarævintýrið er hætt, bæjarbúar og þjónustuaðilar eru afar ósáttir. Einkaaðilar hafa lagt mikið í að byggja upp ferðaþjónustu á mörgum sviðum á meðan bæjaryfirvöld virðast draga í land nánast allt sem snýr að ferðaþjónustu.

.

Ferðaþjónustuaðilar hafa lýst áhyggjum sínum vegna framtaks- og skipulagsleysis bæjaryfirvalda. Ástandið endurspeglast í hálf tómum hótelum og verið er að bjóða 30% afslátt af gistingu og morgunmat dagana 1. – 6. ágúst. Sjá: Sigló Hótel

Hótelnýting var einnig léleg um liðna helgi á Trilludögum og er seinagangi í skipulagi og markaðssetningu sveitarfélagsins kennt um.

Þrátt fyrir að Síldarævintýrið sé ekki haldið annað árið í röð, ætla nokkrir ferðaþjónustuaðilar að bjóða ferðamönnum upp á viðburði, eins og sjá má hjá: Kaffi Rauðku.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru árið 2014 á Síldarævintýri og voru þá einnig Trilludagar og Síldardagar helgina og vikuna fyrir Verslunarmannahelgina. Í dag er einungis hátíð í einn dag vikuna fyrir Verslunarmannahelgi, því að sögn hagsmunaaðila voru auglýstir Trilludagar orðnir að einum Trilludegi.

 

.

 

.

 

.


Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir