Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur náð efsta sæti á metsölulista norsku bóksalasamtakanna, Bokhandlerforeningen. Þetta er þriðja vika hans á listanum en bókin Sextíu kíló af sólskini fór úr þriðja sæti í annað og situr nú í efsta sæti.

Í öðru sæti listans er sænski rithöfundurinn Camilla Läckberg og í því þriðja Daninn Jens Henrik Jensen.

Hallgrímur greindi sjálfur frá tíðindunum á samfélagsmiðlum þar sem hann skrifaði að þetta væri það óvæntasta á ferli hans og að bókin væri nú númer eitt í Noregi.

Sextíu kíló af sólskini er fyrsta bindið í svokallaðri Sextíu kílóa sögu Hallgríms Helgasonar um síldarævintýrið á Siglufirði og áhrif þess, þar sem meðal annars er fjallað um komu Norðmanna til landsins á ný.