“Það vilja allir fara inn í mig, en það vill enginn borga fyrir það.”

Vandræðaskáld sendu nýverið frá sér lag um Vaðlaheiðargöng sem kallast Það vilja allir fara inn í mig, og fjallar í stuttu máli um að allir vilja fara inn í göngin án þess að borga fyrir.

Þau halda uppi facebook síðu og hafa verið að senda frá sér myndskeið m.a. með lögum eins og t.d. Heilabilun, Útilegusár, Vaðlaheiðargöng og Þjóðhátíðarlagið sem enginn bað um.

Það eru Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bergmann Bragason sem mynda gríndúettinn Vandræðaskáld og hafa komið fram víða um land með frumsamið efni í tali og tónum.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: skjáskot úr myndbandi