Í dag verður þátturinn með dálítið sérstöku sniði að því leiti að einungis Eurovisionlög verða spiluð.
Palli litli, sem stjórnar þættinum, æltar að kynna hlustendum fyrir þeim 15 lögum sem taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þriðjudaginn 9. maí næstkomandi.


Aðalkeppnin sjálf er laugardaginn 13. maí svo þess er ekki langt að bíða að flytjendur stígi á stóra sviðið til að þenja raddbönd sín og fanga athygli áhorfenda.

Gamla lag þáttarins fær að fljóta með í þættinum en að þessu sinni er það ekki svo gamalt. Aðeins tveggja ára.

Ekki missa af þættinum Tónlistin á FM Trölla og á trölli.is sem er sendur út úr hljóðveri III í Noregi klukkan 13:00 til 14:00 í dag.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Mynd: Eurovisionworld.com