Klukkan 15 í dag verður þátturinn Tónlistin á dagskrá FM Trölla.

Það er undirritaður, Palli litli, eða Siggi dvergur, sem stjórnar þættinum.

Í þættinum í dag heyrum við allnokkur ný lög með ýmsum flytjendum.
Þar á meðal:

  • Slagarasveitin
  • Krummi og Soffía Björg
  • Griff og Sigrid
  • Billy Talent
  • Brek
  • Pomplamoose
  • HYLUR
  • Red hot chili peppers
  • Flott
  • Lón og Rakel
    svo einhverjir flytjendur séu nefndir.


Eins og glöggir hlustendur FM Trölla hafa tekið eftir er auglýsingin fyrir þáttinn lesin upp af þeim bræðrum Jóni Þór og Guðmundi Helgasonum, hvar kemur fram að Palli litli, nú eða Siggi dvergur, stjórni þættinum. Því er réttast að útskýra almennilega af hverju undirritaður er kallaður þessum nöfnum.
Palli litli festist á mér þegar ég varð stór. Þetta er sem sagt öfugmæli þar sem ég er um tveir metrar á hæð.
Mundi, sem hefur verið með þætti með á FM Trölla ákvað að fara ekki sömu leið og flestir aðrir og kallar mig því Siggi dvergur. Það kemur af því að ég heiti jú Páll Sigurður.
Einn góður vinur minn í Hrútafirði hefur farið einna snirtilegast í öfugmælaleikinn og segir hvorki Palli litli né Siggi dvergur við mig.
Nei, hann veður í formlegheitum og kallar mig “Sigurður hinn smávaxni“, sem mér finnst mjög skemmtilegt.
En ég svara þessu öllu.

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 15 í dag, þú sérð ekki eftir því. 

Tónlistin er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 15:00 til 16:00

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is