Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag kl 17 til 19 og það eru Palli litli og Helga Hin sem stjórna þættinum.

Ekkert tónlistarþema hefur enn verið ákveðið fyrir þáttinn svo það verður spennandi að heyra hvað þau velja.

Ef þú ert með spennandi hugmynd að þema þá getur þú lesandi góður lagt það til á Facebooksíðu þáttarins.

En annars verður hjakkað í gamla farinu; spiluð allskonar tónlist og talað á milli.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla í dag klukkan 17 til 19.


FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is