Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður nú haldin í 20. skiptið og ber hún yfirskriftina Ást og uppreisn.
Listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði er Gunnsteinn Ólafsson.
Í kvöld kl. 20 hefst hátíðin með tónleikum í Siglufjarðarkirkju sem bera yfirskriftina:
BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ
ÍSLENSK SÖNGLÖG
Þar flytja Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanó, íslensk sönglög.
Í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði verða tónleikar kl. 21:30 sem nefnast:
HOME, SWEET HOME
ÁSTAR- OG SAKNAÐARSÖNGVAR ÚR IÐNBYLTINGUNNI Í BANDARÍKJUNUM
Þjóðlagasveitin Felaboga frá Noregi: Elizabeth Gaver fiðla, Mattias Thedens fiðla og banjo, Hans-Hinrich Thedens gítar og banjo, Paul Kirby banjo, Alix Cordray bassi.
Í Gránu, verksmiðjuhúsi Síldaminjasafnins, kl. 23:
RÓMUR
Inga Björk Ingadóttir flytur eigin tónlist fyrir lýru og söngrödd.
Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar má finna í heild hér.