Þjóðlagasetrið á Siglufirði opnaði 1. júní og verður opið í sumar frá 12.00 – 18.00 alla daga.
Nýr starfsmaður er kominn í setrið, Jakob Fjólar Gunnsteinsson. Eyjólfur Eyjólfsson starfaði þar áður en hann þurfti að hverfa til annarra verkefna í sumar svo Jakob Fjólar tekur við af honum.
Jakob er ekki alveg ókunnugur Þjóðlagasetrinu. Hann leysti Eyjólf af um helgar í fyrra auk þess upptökur eru af honum í setrinu að syngja íslensk þjóðlög þegar hann var sex ára að aldri.
Í Þjóðlagasetrinu má sjá vídeó af fólki allsstaðar að af landinu syngja og kveða íslensk þjóðlög, dansa þjóðdansa og leika á langspil og íslenska fiðlu.
Íbúar Fjallabyggðar fá ókeypis aðgang að Þjóðlagasetrinu eins og alltaf og eru þeir hvattir til þess að koma með sumargesti sína í heimsókn.
Aðsent.