Hreyfivikan í Húnaþingi vestra hefst í dag, mánudaginn 27. maí og stendur til 2. júní.

Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig a.m.k. 30 mínútur á dag.

Mörg sveitarfélög taka þátt í sundkeppni sveitarfélaga og liggja blöð frammi í afgreiðslu sundlauganna þar sem þátttakendur geta skráð sína metra í sundinu.

Fólk er hvatt til að nýta sér þetta skemmtilega tækifæri til að sleppa bílnum og hreyfa sig meira en venjulega.

Sjá einnig hreyfivika.is