Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd Fjallabyggðar fór nýverið í vettvangsferð á hafnarsvæðið í Ólafsfirði.
Nefndin telur mikilvægt að gámageymslusvæði og svæði fyrir smábáta og kerrur verði skipulagt og lagfært fyrir næsta vor. Jafnframt hefur nefndin falið framkvæmdasviði að boða til fundar með hagsmunaaðilum við höfnina til að fara yfir framtíðarskipulag og frágang á svæðinu.
Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að ástand hafnarsvæðisins sé verulega ábótavant og að þörf sé á sameiginlegu átaki til úrbóta. Vísað er til stefnumótunar Fjallabyggðarhafna, þar sem meðal markmiða er að Ólafsfjarðarhöfn verði leiðandi í þjónustu við sjávartengda ferðaþjónustu. Núverandi ásýnd svæðisins er sögð langt frá því að endurspegla þá framtíðarsýn.
Mynd/Magnús Ólafsson
 
						 
							
 
			 
			 
			