Þorgeir Bjarnason heiti ég og skipa 4 sæti H-listans.
Ég hef verið í sambúð með Guðný Huld Árnadóttur leikskólakennar síðan 1999 og eigum við saman 3 börn Árna Hauk 17 ára, Laufey Petru 12 ára og Mundínu Ósk 7 ára. Ég er fæddur í Siglufirði 30 mars 1971 og hef ég alla tíð búið hér.
Ég hef starfað sem málari síðan ég var 18 ára kláraði sveinspróf í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1996 og lauk Meistaraprófi 1998. Ég vann hjá föður mínum Bjarna Þorgeirssyni málarameistara til 2009 þá stofnaði ég fyrirtækið Málaraverkstæðið ehf ásamt samstarfsmanni mínum Mark Duffield. Ég hef einnig starfað sem sjúkraflutningamaður síðan 2006 og hef ég lokið menntun sem neyðarflutningarmaður frá Sjúkraflutningaskólanum.
Ég hef verið í stjórnmálum frá því um tvítugt þá aðallega í sveitastjórnarmálum og hef ég starfað í nokkrum nefndum og ráðum, oftast í Umhverfis og Skipulagsnefnd. Íþrótta og félagsmál hafa alla tíð verið mér hugleikin og hef ég setið í stjórnum allmargra félaga hér í sveitafélaginu. Það má af því leiða að íþrótta, tómstunda og menningarmál verði sett á forgangslista hjá mér næsta kjörtímabil ásamt ýmsum öðru málum sem ég hef áhuga á til þess að gera sveitafélagið en meira aðlaðandi fyrir okkur sem búum hér og einnig að fá fleiri einstaklinga til þess að setjast hér að.
Frétt fengin af facebooksíðu: H-Listans