Í gær, laugardaginn 11. janúar kom glufa í leiðindaveðrið sem verið hefur undanfarið á Siglufirði og víða um land, þannig að Kiwanismenn Skjaldar á Siglufirði neyttu færis og héldu þrettándabrennuna sem frestað hafði verið vegna veðurs.
Brennustjórar Kiwanis lágu yfir veðurspám síðustu daga og ákváðu daginn, sem heppnaðist með ágætum, veður var stillt og úrkomulaust.
Í húsi Kiwanis var skrúðgangan undirbúin, jólasveinar og álfar klæddu sig upp í tilefni dagsins.
Skrúðgangan nálgast brennustaðinn, lögregla og slökkvilið á vettvangi.