Á facebook síðu sinni birtir Leó R. Ólason þennan skemmtilega pistil um Kortaklippi og fleiri minna þekkta jólasveina.

Það er útbreiddur misskilningur að jólasveinarnir séu allir farnir til síns heima á Þrettándanum. En sumt er einfaldlega minna talað um af þeirri einföldu ástæðu að það er svo óskemmtilegt umræðuefni. Einn jólinn er nebblega einmitt á leiðinni til byggða með nýbrýnd skæri af yfirstærð þegar hinir eru nýlega farnir.

Kortaklippir er erlendur að uppruna þar sem hann hefur oftast verið nefndur Credid-card Cutter. Hann á sér eins og hinir jólasveinarnir nokkra bræður sem eiga það sameiginlegt með honum að hafa verið lítið í umræðunni. Má þar nefna þá Þrotaþeysi, Uppþvottaskelfi, Peruþjóf og Smákökukræki. Hann er þó talinn verst innrættur og langsamlega illskeyttastur af bræðrum sínum.