Í gær, laugardaginn 11. janúar kom glufa í leiðindaveðrið sem verið hefur undanfarið á Siglufirði og víða um land, þannig að Kiwanismenn Skjaldar á Siglufirði neyttu færis og héldu þrettándabrennuna sem frestað hafði verið vegna veðurs.

Brennustjórar Kiwanis lágu yfir veðurspám síðustu daga og ákváðu daginn, sem heppnaðist með ágætum, veður var stillt og úrkomulaust.

 

Í húsi Kiwanis var skrúðgangan undirbúin, jólasveinar og álfar klæddu sig upp í tilefni dagsins.

 

Jólasveinar og álfar.

 

Danni Pétur og Stúlli sáu um tónlistarflutning, hér eru þeir að leggja síðustu hönd á æfingar.

 

Veður var stillt og fallegt.

 

Farið var í skrúðgöngu frá Ráðhústorginu á Siglufirði í fylgd lögreglu og slökkviliðs

 

Slökkvibíll fór á undan skrúðgöngunni.

 

Skrúðgangan nálgast brennustaðinn, lögregla og slökkvilið á vettvangi.

 

Brennustjórar voru þeir “Logi” og “Neisti” (Ægir Bergs og Sigurjón Pálsson)

 

Brennan logaði glatt.

 

Þessir krakkar fylgdust með af eftirvæntingu.Logi og Neisti sáttir.Fjöldi fólks fylgdist með brennunni.Björgunarsveitin Strákar sá að vanda um flugeldasýningu

.

.Álfakóngur og drottning tóku þátt í fjöldasöng ásamt jólasveinum.