Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir endurgreiðslur sjúkratrygginga vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Reglugerðin tekur gildi 12. janúar næstkomandi. Endurgreiðslur skulu miðast við gjaldskrá sem Sjúkratryggingar Íslands setja. Meðan sjúkraþjálfarar hækka ekki verðskrá sína umfram gjaldskrá stofnunarinnar verður hlutfall endurgreiðslu til sjúklinga það sama og verið hefur.

Af: stjornarradid.is

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.