Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar stóðu fyrir hinni árlegri Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði, í gær mánudaginn 6. janúar.

Blysför með nemendum úr 10. bekk grunnskólans fór frá Ráðhústorginu kl. 17:30 og var þaðan gengið að brennustaðnum. Kveikt var í brennunni kl. 18:00 og fylgdi henni glæsileg flugeldasýning.

Fólk var hvatt til að mæta í grímubúningum til að skapa enn skemmtilegri stemmingu og urðu margir við þeirri hvatningu eins og sjá má á myndum sem Sigurður Örn Baldvinsson tók.

Eftir brennu var barnaskemmtun Kiwanis í formi grímuballs á Kaffi Rauðku og var þar mikil gleði.

Myndir/Sigurður Örn Baldvinsson