Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar stóðu fyrir hinni árlegri Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði, í gær mánudaginn 6. janúar.
Blysför með nemendum úr 10. bekk grunnskólans fór frá Ráðhústorginu kl. 17:30 og var þaðan gengið að brennustaðnum. Kveikt var í brennunni kl. 18:00 og fylgdi henni glæsileg flugeldasýning.
Fólk var hvatt til að mæta í grímubúningum til að skapa enn skemmtilegri stemmingu og urðu margir við þeirri hvatningu eins og sjá má á myndum sem Sigurður Örn Baldvinsson tók.
Eftir brennu var barnaskemmtun Kiwanis í formi grímuballs á Kaffi Rauðku og var þar mikil gleði.
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/01/472268588_10236312798066340_1357331068158720544_n-1024x768.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/01/472622454_10236312797226319_7406510633174179200_n-1024x768.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/01/472613351_10236312799506376_6398242406356392863_n-1024x772.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/01/472527523_10236312799186368_2477666979283323802_n-1024x768.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/01/472603019_10236312797626329_7745371777457863607_n-1024x768.jpg)
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/01/471510736_10236312797386323_8131716344033342983_n-1024x768.jpg)
Myndir/Sigurður Örn Baldvinsson