TILKYNNING FRÁ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ HÚNAÞINGS VESTRA
Ákveðið hefur verið að gera tilraun til að opna þrektækjasalinn að nýju frá og með föstudeginum 14. ágúst kl. 07:00.
Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir.
• Opið verður í lotum í 1,5 klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa (sjá töflu).
• Í hverri lotu er hámarksfjöldi í þrektækjasalnum fimm einstaklingar.
• Einstaklingar skulu virða tveggja metra regluna.
• Einstaklingar verða sjálfir að þrífa og sótthreinsa öll tæki og búnað eftir hverja snertingu.
• Búningsklefar verða opnir ræktargestum svo framarlega sem heildarfjöldi í búningsklefum sé innan leyfilegra marka.
• Mælt er með því að hringja og panta tíma fyrirfram í síma 451 2532 til að tryggja sér pláss.
Nú er ráð að standa saman og fylgja þessum fyrirmælum. Pössum upp á metrana tvo. Verum dugleg og samviskusöm við bæði þrifin og sótthreinsun allra tækja og búnaðar svo hægt sé að halda þrektækjasalnum opnum.
Tímaplan fyrir þrektækjasalinn
Mánudaga – föstudaga verður opnunartíminn eftirfarandi;
07:00 – 08:30 Opið
08:30 – 09:00 Lokað vegna þrifa
09:00 – 10:30 Opið
10:30 – 11:00 Lokað vegna þrifa
11:00 – 12:30 Opið
12:30 – 13:00 Lokað vegna þrifa
13:00 – 14:30 Opið
14:30 – 15:00 Lokað vegna þrifa
15:00 – 16:30 Opið
16:30 – 17:00 Loka vegna þrifa
17:00 – 18:30 Opið
18:30 – 19:00 Lokað vegna þrifa
19:00 – 20:30 Opið
20:30 – 21:00 Lokað vegna þrifa
Laugardaga og sunnudaga verður opnunartíminn eftirfarandi;
10:00 – 11:30 Opið
11:30 – 12:00 Lokað vegna þrifa
12:00 – 13:30 Opið
13:30 – 14:00 Lokað vegna þrifa
14:00 – 15:30 Opið
15:30 – 16:00 Lokað vegna þrifa
16:00 – 17:30 Opið
17:30 – 18:00 Lokað vegna þrifa
Af hunathing.is