Listahátíðin Leysingar fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 21. – 23. maí. Þetta er í níunda sinn sem blásið er til leiks og er hátíðin orðin fastur liður í menningarflóru Fjallabyggðar. Í ár koma saman ellefu listamenn með tónlist, bókmenntir, myndlist og listaspjall í farteskinu og veita af sinni alkunnu snilld.
Gestir eru beðnir um að skrá sig á viðburðina í síma 865-5091 vegna sóttvarna og tekið verður á móti frjálsum framlögum við innganginn.
Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2021.
21. – 23. maí.
Föstudagur 21.
Kl. 14.00 Auður Lóa Guðnadóttir opnar sýningu í Kompunni
kl. 16.00 Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir – gjörningur
kl. 16.30 Hlé
kl. 16.45 Hallgrímur Helgason og Rodrigo Lopes trommur. – gjörningur
Laugardagur 22.
Kl. 14.00 Auður Lóa Guðnadóttir sýnir í Kompunni
kl. 16.00 Starkaður Sigurðarson – kynning á tímaritinu Myndlist á Íslandi.
kl. 16.45 Hlé
kl. 17.00 Sjón rithöfundur – upplestur
kl. 21.00 Óskar Guðjónsson, Pétur Grétarsson og Kjartan Valdemarsson. – Tónleikar
Sunnudagur 23.
kl. 14.00 Auður Lóa Guðnadóttir sýnir í Kompunni
kl. 17.00 Edda Björk Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson – tónleikar.
Sjá nánar í fréttatilkynningu hér.