Seinnipartinn í gær lenti í fyrsta sinn, þyrla sem Árni Helgason og fleiri hafa keypt, og var lent á Kleifum í Ólafsfirði.

Þyrlan er sjö manna, af tegundinni Bell 407GXP árgerð 2018 og verður hún notuð í flug með ferðamenn víða um land, m.a. fjallaskíðafólk fyrir norðan á veturna.

Á forsíðumyndinni eru Helgi Reynir sonur Árna, Reynir Freyr flugmaður, Árni Helgason og Jón Þór flugmaður.

Mynd/ Björn Valdimarsson.
Sjá fleiri myndir eftir Björn Valdimarsson: HÉR