Jón Trausti Traustason bóndi, vitavörður og veðurathugunarmaður á Sauðanesi við Siglufjörð sendir Veðurstofunni mánaðarlega tíðaryfirlit yfir veðráttu mánaðarins.
Yfirlit yfir veðrið í júlí 2019 frá veðurstöðinni á Sauðanesvita.
Tíðarfar í þessum Júlí mánuði var einsleitt þegar á heildina er litið. N.A. lægar vindáttir lang tíðastar með fáum undantekningum þar frá. Það fáum að hægara er að telja það í fjölda veðurathugana en heilum dögum. Hér á stöðinni eru gerðar 217 veðurathuganir í 31 ns dags mánuðum eins og Júli. Af þessum 217 athugunum voru einungir 24 athuganir þar sem landátta varð vart.
Meðalhiti mánaðarins var + 9,07 stig og úrkoma mældist 54,0 mm.
Hæst komst hitinn í + 17,5 stig þ. 29. og lægst þ. 1. er hiti fór niður í + 3,1 stig.
Í heild séð telst þessi Júlí mánuður því frekar í verri kantinum. Úrkoma var þó undir meðallagi síðari ára og oftar en ekki í formi súldar. Alls voru 10 dagar í mánuðinum þar sem engrar úrkomu varð vart. Meðalúrkoma per alla daga mánaðarins var því 1,7 mm. og 2,6 mm var meðalúrkoma þeirra daga sem hennar varð vart. Um og eftir miðjan mánuð var þoka frekar tíður gestur hér á nesinu eða skammt undan. Sláttur hófst hér þ. 29. og var grasspretta í tæpu meðallagi.