Golfklúbbur Siglufjarðar bauð Golfklúbbi Fjallabyggðar til fyrsta sameiginlega mótsins á milli klúbbana þann 30. júní síðastliðinn.
36 keppendur úr klúbbunum tveimur skráðu sig til leiks og voru leiknar 9 holur. Keppt var í karla og kvenna flokki með forgjöf og síðan stelpur á móti strákum.
Strákarnir höfðu betur í þetta sinn en stelpurnar hyggja á hefndir þegar Golfklúbbur Siglufjarðar heimsækir Golfklúbb Fjallabyggðar á Skeggjabrekkuvöll í Ólafsfirði eftir tæpan mánuð.
Mótið á hinum glæsilega Siglógolf velli gekk frábærlega, veður með allra besta móti og allir skemmtu sér hið besta. Boðið var upp á léttar veitingar í mótslok.
Myndir/ GKS
Heimild/Frétta- og fræðslusíða UÍF