Íbúar Fjallabyggðar eru vinsamlegast beðnir um að huga að því að ef notaðir eru plastpokar utan um plastúrgang í sorpílátum verður pokinn að vera úr glæru plasti/gegnsær. Ef notaðir eru svartir pokar utan um plastúrgang er ruslið álitið sem almennt og fer í urðun og flokkun því glötuð. 

Plast

Í tunnu fyrir plast má setja umbúðir úr plasti. Til að hægt sé að endurvinna plast þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matar- og efnaleifar úr umbúðum, annars eiga þær heima með blönduðum úrgangi. Plast skal rúmmálsminnka eins og hægt er til þess að spara pláss í tunnunni.

Í tunnu fyrir plast og plastumbúðir má fara: Plastpokar – plastbrúsar – plastdósir – plastfilma – plastumbúðir – plastbakkar – plastflöskur – plastlok – frauðplast umbúðir – plaströr

Ekki setja: Rúmfrekt plast (farið með það á móttökustöð) – lífplast – raftæki – blöðrur – gúmmí