Á 592. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 12. febrúar 2019 var bókað meðal annars:

Lögð fram tillaga Jóns Valgeirs Baldurssonar fyrir hönd H- listans þar sem lagt er til að sveitarfélagið fari í viðræður við Arion banka um hugsanleg kaup á húsnæði bankans í Ólafsfirði.

Ef af verður megi flytja bókasafn, fundaraðstöðu og aðstöðu deildarstjóra Fjallabyggðar úr Ólafsvegi 4 þar sem aðgengi er óásættanlegt og aðstaða ekki nægilega stór.

Tillaga H- listans gerir ráð fyrir að áfram verði leigð út skrifstofurými á annarri hæð ásamt því að starfsemi Neon eða listaverkasafn Fjallabyggðar verði staðsett á 3. hæð hússins. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi héraðsskjalasafns eða að minnsta kosti hluti hennar flytjist í Ólafsfjörð. Húsnæði að Ólafsvegi 4 yrði selt.

Meirihluti bæjarráðs áréttar að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna kaupa á húsnæði Arion banka í Ólafsfirði né flutningi bókasafns, héraðsskjalasafns, Neon eða listaverkasafns í nýtt húsnæði.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að:
Stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir Neon og að skoðaður verði kostnaður vegna kaupa á húsnæði Arion banka í Ólafsfirði, hönnunar og lagfæringar á húsnæði Arion banka að starfsemi bókasafns, upplýsingamiðstöðvar, hérðsskjalasafns, Neon og/eða listaverkasafns og að gert verði mat á söluverðmæti húseignar að Ólafsvegi 4.