Á 184. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. apríl var samþykkt áframhaldandi vinna í samræmi við minnisblað starfshóps um aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid-19.

Starfshópinn skipa: Elías Pétursson bæjarstjóri, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar og Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs.

Í minnisblaðinu eru lagðar fram tillögur að aðgerðum vegna ferðaþjónustu, framkvæmda 2020 og reksturs bæjarfélagsins til viðbótar því sem nú þegar hefur verið gert..

  1. Ferðaþjónusta
    − Efnt verði til samtals bæjarfélags og hagaðila í ferðaþjónustu með það að markmiði að fara í samtvinnað markaðsátak þegar dregið verður úr samkomubanni.
    − Bæjarfélagið taki virkan þátt í markaðsstarfi Markaðsstofu Norðurlands.
    − Fjallabyggð verði virkur þátttakandi í útfærslu og framkvæmd markaðsátaks stjórnvalda í ljósi Covid-19.
  2. Framkvæmdir
    − Framkvæmdaáætlun ársins 2020 verði endurskoðuð.
    − Áhersla verði lögð á viðhaldsframkvæmdir á eignum sveitarfélagsins.
    − Við val á verkefnum verði sérstaklega horft til þess að tryggja sem flestum atvinnu á svæðinu.
    − Aukið fjármagn verði sett í sérstakt umhverfisátak sem snýr að fegrun bæjarfélagsins.
  3. Rekstur bæjarfélagsins
    − Staðinn verður vörður um grunnþjónustu og velferð íbúa.
    − Gerð verði regluleg sviðsmyndagreining um möguleg áhrif Covid-19 á rekstrarafkomu og sjóðsstreymi bæjarfélagsins og lögð fyrir bæjarráð.
    − Greining verði gerð á mögulegum breytingum á fyrirkomulagi rekstrar stofnana og tillögur lagðar fyrir bæjarráð.


Minnisblaðið má finna í heild sinni á vef Fjallabyggðar – hér.