Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2022 að um lóðir sem byggingarleyfi er veitt fyrir frá og með 1. janúar 2023 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftirgreindum lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi:
Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús).
Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir að Steinstöðum:
Lækjarbrekka nr. 2, 4, 6 og Lækjarbakki nr. 1.
Frá og með 1. janúar 2023 munu allar lóðir á Sauðárkróki og í Varmahlíð bera full gatnagerðargjöld. Gildir það um allar lóðir sem úthlutað verður í fyrsta sinn á Sauðárkróki og í Varmahlíð og einnig þær lóðir sem kunna að koma til endurúthlutunar, jafnvel þótt þeim hafi áður verið úthlutað án gatnagerðargjalds.
Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2023, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.
Fyrri samþykktir um niðurfellingu gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu falla niður frá og með 1. janúar 2023.