Tómatcrostini með þeyttum fetaosti
- 250 g fetakubbur
- ca 60 g rjómaostur, við stofuhita
- ca. 1,5 dl ólívuolía
- 2 msk ferskpressaður sítrónusafi
- gróft salt og pipar
- 2 msk furuhnetur
- 2 msk fínhakkaður skarlottulaukur
- 2 msk pressuð hvítlauskrif
- 2 msk rauðvínsedik
- 5 tómatar
- 3 msk fersk basilika + meira til að bera fram með
- Baquettsneiðar, steiktar í ólívuolíu á pönnu til að fá þær stökkar
Setjið fetaost og rjómaost í matvinnsluvél og mixið þar til ostarnir hafa alveg blandast. Setjið ca. 0,5-0,75 dl af ólívuolíu, sítrónusafa, 0,5 msk gróft salt og 0,25 msk pipar. Mixið þar til blandan er slétt. Geymið í kæli þar til á að bera fram.
Ristið furuhneturnar á þurri pönnu við lágan hita í ca 5-10 mínútur. Hrærið oft því þær brenna auðveldlega.
Blandið skarlottulauk, hvítlauk og rauðvínsediki í skál. Látið standa í 5 mínútur svo að laukurinn nái að draga í sig edikið. Blandið því sem eftir var af ólívuolíunni, 0,5-1 msk gófu salti og 0,5 msk pipar saman við og hrærið. Skerið tómatana í smáa teninga og bætið í skálina. Hrærið öllu saman og látið standa í 10 mínútur. Skerið basilikuna niður og blandið saman við.
Skerið baquette í sneiðar og ristið í ólívuolíu á heitri pönnu.
Breiðið vel af fetaostkreminu á ristaðar baquettesneiðarnar og setjið þar á eftir tómatmaukið yfir. Leggið sneiðarnar á diska og stráið ristuðu furuhnetunum og ferskri basiliku yfir.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit