Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sæbjörnsson reka fjölskyldufyrirtækið TÓNAFLÓÐ, en Selma stofnaði fyrirtækið árið 1989, sem verður því 30 ára í ár. Þau Selma og Smári eru búsett á Siglufirði.
Fyrirtækið var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu Hrönn og hefur einnig gefið út barnabækur eftir hana í bókaflokknum Grallarasögur. Árið 1996 bættist vefsíðugerð við starfsemina og hefur vefsíðugerðin verið starfrækt óslitið síðan. Tónaflóð er því eitt af elstu veffyrirtækjum landsins.
Tónaflóð hannar vefi af öllum stærðum og gerðum svo sem fyrirtækjavefi, félagavefi, verslunarvefi, skólavefi, fréttavefi og innri vefi.
Tónaflóð býður einnig upp á vefhýsingu með umsjón sem felur í sér að Tónaflóð sér um allar uppfærslur á kerfi og viðbótum.
Í gær birtist mjög áhugavert viðtal við Selmu í tilefni tímamótanna.
Mynd: af vefsíðu Tónaflóðs