FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST

Hátíðarkvöld í tveimur hlutum – Ólafsfjarðarkirkja

kl. 20:00-21:00 Gunnar og Guðný í kirkjunni
kl. 21:00-21:30 Hlé
kl. 21:30-22:30 Sumarsæla í barokkstíl

MIÐAR:

– Hátíðarpassi:
https://tix.is/is/event/15829/berjadagar-tonlistarhati-/
– Miði á þetta kvöld:
https://tix.is/…/15830/berjadagar-fyrsta-hati-arkvold/
– Frítt fyrir 18 ára og yngri.

FYRRI HLUTI FYRSTA HÁTÍÐARKVÖLDS:
Gunnar og Guðný í kirkjunni kl. 20:00-21:00

Guðný Guðmundsdóttir fiðla
Gunnar Kvaran selló
Einar Bjartur Egilsson píanó

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari leika einleik og tvíleik á fyrstu tónleikum hátíðarinnar í ár. Einar Bjartur Egilsson leikur á píanó og þríeykið galdrar fram sanna hátíðarstund fyrir gesti. Þau leika saman dúó eftir jafnólík tónskáld og Reinhold Gliere (1874-1956) og Antonio Vivaldi (1678-1741) en hjónin líta svo hvor í sína áttina: Guðný lítur til kventónskálda okkar, þeirra Karólínu Eiríksdóttur og Jórunnar Viðar. ,Eintal’ er stykki sem Karólína tileinkaði Guðnýju og hún leikur einnig hið þekkta sönglag, ,Vökuró’, eftir Jórunni. Gunnar Kvaran, sellóleikari, sækir hinsvegar í eldri músík og flytur úrval tónsmíða eftir Jóhann Sebastian Bach, Luigi Boccherini og dregur fram hina þekktu Vokalísu eftir Sergei Rachmaninov. Eftir tónleikana verður stutt hlé og hefst síðari hluti kvöldsins kl. 21:30 -Sumarsæla í barokkstíl. Góða skemmtun!

Hlé

SÍÐARI HLUTI FYRSTA HÁTÍÐARKVÖLDS:
Sumarsæla í barokkstíl kl. 21:30-22:30

Ásta Sigríður Arnardóttir sópran
Sólveig Thoroddsen barokkharpa
Agnes Eyja Gunnarsdóttir fiðla
Ólöf Sigursveinsdóttir selló

Fyrsta hátíðarkvöld Berjadaga heldur áfram þar sem ungir listamenn leika tónlist fyrir barokkhörpu, fiðlu og söng. Þær Agnes, Sólveig og Ásta Sigríður flétta saman glæsilega efnisskrá með frumbarokkstykkjum í bland við íslensk sönglög. Tónskáldin eru ekki af verri endanum t.d. Giovanni Maria Trabaci, Biagio Marini og Dario Castello. Sólveig Thoroddsen flytur einleik á barokkhörpu sem er sem er hljómfögur í sinni upprunalegu mynd og heyrist sjaldan leikið á slíkt hljóðfæri. Ásta Sigríður Arnardóttir sópran, nýútskrifuð söngkona úr Listaháskóla Íslands, syngur lög úr ranni Jórunnar Viðar ásamt Sólveigu. Agnes Eyja Gunnarsdóttir er nýkomin frá námi í Rotterdam í Hollandi og leikur á fiðlu sumarlegar sónötur eins og fyrstu Mystery-sónötuna eftir Heinrich Ignaz Franz Biber. Lýkur þar með fyrsta hátíðarkvöldi Berjadaga 2023 en fyrri helmingur er í höndum Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðlu, Gunnars Kvaran selló og Einars Bjarts píanó kl. 20-21. Góða skemmtun á Berjadögum!