Í dag verður sendur út úr stúdíói III í Noregi þátturinn Tónlistin.
Palli litli stjórnar þættinum og mun spila eingöngu ný lög í dag. Bæði íslensk og erlend.
Country, pop, rokk, þyngra rokk og ýmislegt annað verður í boði í þættinum í dag.
Þar á meðal nýtt lag frá hljómsveitinni BREK. Nýja lagið þeirra heitir Heimþrá og kom út á föstudaginn var.
Um lag og texta segja þau í BREK:
Heimþrá er lag sem lýsir því sérstaka sambandi sem einstaklingur getur átt við ákveðinn stað sem viðkomandi kemur frá og upplifir sem sína heimahaga. Texti lagsins fer með hlustandann í hugrænt ferðalag í átt að þessum ákveðna stað með hjálp litils stefs sem lýsir leiðina og vísar veginn aftur heim. Þetta stef kemur fram í hljóðfærapörtum lagsins þar sem leitast er við að gæða þá náttúrumynd, sem texti lagsins fjallar um, lífi.
Höfundar:
Jóhann Ingi Benediktsson – lag og texti
Harpa Þorvaldsdóttir: lag
Sigmar Þór Matthíasson: lag
Guðmundur Atli Pétursson: lag
Hljóðupptaka : Gísli Kjaran Kristjánsson
Hljóðblöndun: Gísli Kjaran Kristjánsson
Hljómjöfnun: Sigurdór Guðmundsson
Missið ekki af þættinum Tónlistin á FM Trölla klukkan 13:00 til 14:00 í dag.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.