Akureyringurinn Stefán Elí hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu heldur samið og hljóðritað hvert lagið á fætur öðru.

Lagið Grateful and Grounded beintengir hlustendur við orku þakklætis og jarðtengingar. Lagið var unnið í fjöllum Gvatemala, við vatnið Atitlan. Stefán Elí flytur lagið ásamt Bandarísku söngkonunni Alaina Rose.

Lagið All I Wanna Do er samið og tekið upp í fjöllum Gvatemala við vatnið Atitlan. Stefán Elí tók upp verkið sem hann samdi í samstarfi við kanadíska tónlistarmanninn og rithöfundinn Iain Gabriel. Bandaríska söngkonan Alaina Rose syngur einnig á laginu. Lagið er skapað til heilunar og tengingar við jörðina og alheiminn.

Lagið Krishna on The Cross er skapað til heiðurs hinum fjölmörgu trúarbrögðum mannkyns og er ásetningur lagsins að sameina þau í kærleik. 

Helstu lög Stefáns Elís má finna hér á Spotify.