Það er komið að því að heyra aftur í Palla litla. Nú er gamli mixerinn kominn í gang og því verður hægt að tala um lögin sem verða spiluð í þættinum.
Mörg ný lög verða spiluð, þar á meðal lögin Hestamót með hljómsveitinni Slagarasveitin, Bones sem Svala Björgvins var að gefa út og I got you með Guðmundi Péturssyni og fleirum.
Þátturinn er á dagskrá á milli klukkan 15:00 og 16:00 í dag.
Ekki gleyma að hlusta á þáttinn á FM Trölla og trölli.is
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is