Eftir góðar viðtökur á Svalbarða og Grænlandi, hafa sjö bæjarfélög á Íslandi þar með talið Grímsey og Hrísey, þróað staðbundna leiðarvísa til þess að taka á móti gestum.

Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum (Association of Arctic Expedition Cruise Operators, skammstafað AECO) aðstoðaði við skipulagningu á vinnustofum um staðbundna leiðarvísa í mars og apríl 2022 á Austur-, Norður- og Suðausturlandi. Samtals voru haldnar fimm vinnustofur á Akranesi, Húsavík, Djúpavogi, Hrísey og Grímsey.

Tilgangur vinnustofanna var að setja ferðaþjónustuna á dagskrá og þróa leiðarvísa í samstarfi við heimafólk með staðbundnum leiðbeiningum, upplýsingum og ráðleggingum fyrir gesti. Áður var búið að vinna leiðarvísi fyrir Seyðisfjörð (2019).

Sjá nánar