Í dag verður þátturinn með hefðbundnu sniði. Leikin verða ný lög og eldri. Þó verður ekkert lag í gamalli útgáfu leikið heldur eldri lög í nýjum útgáfum, ef svo er hægt að segja.

Hlustendur fá að heyra í flytjendunum Tones and I, Stine Bramsen, Bryan Adams, Ghost, Dorothy ásamt mörgum fleirum.

Þáttarstjórnandi er orðinn góður af Covid og því þarf þýðingarmaskína Google ekki að kynna lög dagsins eða að sjá um þáttinn eins og hún gerði í seinustu viku, sem er vel.

Hlustið á Tónlistina á FM Trölla á sunnudögum frá klukkan 15 til 16.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is