Í þættinum Tónlistin í dag verða spiluð lög með nokkrum af þeim flytjendum sem keppa í Eurovisionkeppninni í næstu viku.

Flytjendurnir hafa flestir gefið út önnur lög sem ekki voru samin fyrir keppnina sjálfa, heldur “almennan” markað, ef svo mætti segja, og það eru þau lög sem við heyrum í dag.

Reyndar verður spilað eitt lag sem er úr keppninni, lagið Save all your kisses eftir Brotherhood of man og vann fyrir Bretland árið 1976. En lagið verður spilað í útgáfu Elen Adele frá árinu 2019, sem er prýðisfín útgáfa.

Missið ekki af þættinum Tónlistin klukkan 15 til 17 á FM Trölla og trolli.is strax á eftir þættinum Tíu dropar.



Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is