Þátturinn Tónlistin verður á dagskrá klukkan 13:00 til 14:00 í dag.
Í þættinum verður spiluð nýja plata Ásgeirs Traust, Time on my hands, sem kom út á föstudaginn var, 28 október.
Platan inniheldur 10 ný lög eftir Ásgeir en fjögur þeirra hafa heyrst dálítið að undanförnu þar sem um smáskífur er að ræða. Smáskífur eru oft ætlaðar til kynningar um tilvonandi breiðskífu. Í einhverjum tilfellum er það þó ekki algilt.
Einnig verða spiluð ný lög með öðrum flytjendum eins og LÓN, Unu Torfa, Jónasi Sig, Weekendson og Emilé Sande.
Þátturinn er sendur út úr stúdíó III í Noregi á FM Trölla 103,7 MHz á hlutunarsvæði stöðvarinnar. Einnig á trolli.is og er hægt að hlusta á beina útsendingu með því að smella hér.
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is
Þátturinn verður í fríi sunnudaginn 6. nóvember.