Í dag laugardaginn 22. júní hefst 8. umferð í 3. deild karla þar sem Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sækir Kórdrengi heim. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er leikið á Framvelli í Safamýrinni.

KF vann síðustu helgi glæsilegan 3-0 sigur gegn sterku liði H/H. Kórdrengir eru lið á mikilli uppleið en liðið er skipað leikmönnum sem hafa verið að spila í efstu deildum á íslandi undanfarin ár. Kórdrengir náðu loksins í fyrra að koma sér upp úr 4. deildinni og miðað við byrjunina í ár verður liðið í toppbaráttu í sumar. Kórdrengir eru eina taplausa liðið í deildinni en hefur liðið hinsvegar gert 2 jafntefli og stendur í 2. sæti fyrir þessa umferð með 17 stig.

Hvorugt liðið hefur verið að fá á sig mikið af mörkum og hefur hvort lið aðeins fengið á sig 6 mörk í sumar.

 

 

Heimild og skjáskot: Knattspyrnufélag Fjallabyggðar