Nú í dag, föstudaginn 21. júní, hófst flutningur félaga í Kvæðamannafélaginu Rímu, á rammíslenskum kveðskap eins og verið hefur undanfarin sumur. Kveðskapurinn hljómar úr turni Siglufjarðarkirkju tvisvar á dag, kl. 12:30 og aftur kl. 18:15. Hver vikudagur hefur sitt verk, þannig að þetta eru alls 7 verk.

Í ár bætist við eitt verk sem flutt er af ungum kvæðamönnum og hefur ekki verið á dagskránni áður. Nú eru því tvö verk af sjö flutt af ungmennum sem lagt hafa stund á rammíslenskan kveðskap með félögum kvæðamannafélagsins.

 

Kirkjuklukkur Siglufjarðarkirkju