Troðari bilaður, en Skarðsdalur heldur opnu í dag

Opið er á skíðasvæðinu í Skarðsdal í dag, laugardaginn 24. janúar, frá klukkan 11 til 16. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði.

Í færslunni segir að vegna bilunar í troðara verði byrjað á því að opna T-lyftuna og töfrateppið. Unnið sé að því að koma Súlu-lyftunni í gang síðar í dag, um leið og aðstæður leyfa og hægt verður að keyra yfir hana.

Færið er lýst sem flott unnu harðfenni, en jafnframt er tekið fram að það geti verið glerhart á köflum. Gestir eru því hvattir til að sýna aðgát og fara varlega á svæðinu.

Með Facebook-færslunni birtir Skíðasvæðið í Skarðsdal fallegar norðurljósamyndir sem fylgja hér með.